Hvaða rakvél áttu að nota? Safety Razor vs Cartridge Razor 🪒

Hvaða rakvél áttu að nota? Safety Razor vs Cartridge Razor 🪒

Sælir! Chad hérna 👊

Karlmenn spurja mig oft eftirfarandi spurningu:

"Hvaða rakvél á ég að nota?"

Svarið er einfaldlega:

"Það er mismunandi eftir hverjum og einum."

Þess vegna langaði mig að tala um hver munurinn er á rakvélum (sköfum), kosti & galla þeirra og vonandi getur þú eftir þetta blogg verið viss um hvaða rakvél (sköfu) hentar fyrir þig.

Algengustu týpurarnar af rakvélasköfum eru Safety Razor og Cartridge Razor.

Dýfum okkur í að bera þær saman!

Safety Razor

Hvað er Safety Razor?

Safety Razor eða Öryggisrakvél er rakvél sem notar aðeins 1 rakvélablað í stað 4 eða 6 rakvélablaða og er með sköfu á báðum hliðum. Öryggisrakvélar urðu fyrst vinsælar á byrjun 20. aldarinnar og njóta enn mikilla vinsælda í dag.

Kostir "Safety Razor-a"

1. Minni húðerting

Vegna þess að Safety Razor sköfur nota aðeins 1 blað, erta þær húðina minna en aðrar rakvélar sem skera ítrekað yfir sama svæðið.

2. Sparnaður til lengri tíma

Þótt upphafskostnaður fyrir Safety Razor sköfur sé meiri en á einnota og Cartridge rakvélum, eru rakvélablöðin mjög ódýr og endast lengur, sem þýðir minni kostnaður til lengri tíma.

3. Umhverfisvænn valkostur

Þær minnka plastnotkun, þar sem aðeins þarf að skipta um stálblöð en hefðbundin rakvélablöð innihalda bæði stálblöð og plast.

4. Hreinlæti

Það er auðveldara að þrífa rakvélablaðið í Safety Razor-um en hár eiga til með að festast á milli rakvélablaða í cartridge razor-um, þannig það er aukið hreinlæti í Safety Razor sköfum.

5. Sjúklega flottar

Það er bara staðreynd, Safety Razor sköfur lúkka fáránlega vel og eru sjúklega flottar. Alveg eins og þú þegar þú ert nýbúinn að raka þig 😎

Hér fyrir neðan eru Safety Razor sköfurnar frá Chad Grooming:

Chad Obsidian - Safety Razor

 

Chad Luxe - Safety Razor

Cartridge Razor

Hvað er Cartridge Razor?

Cartridge Razor er rakvél þar sem hægt er að fjarlægja hausinn af til að skipta um rakvélablöð. Það eru oftast 3 - 6 rakvélablöð í sköfunni og rakarönd (e. lubricating strip).

Kostir "Cartridge Razor-a"

1. Snúningshaus (e. pivoting head)

Cartridge Razor sköfur eru oft með snúningshaus (e. pivoting head) sem gefur meira frelsi og sem gerir raksturinn meira "smooth"

2. Auðvelt í notkun

Það þarf ekki mikla tækni til að ná góðum rakstri með cartridge razor sköfum og þær eru mjög auðveldar í notkun.

3. Rakarönd (e. lubricating strip)

Inniheldur rakarönd (e. lubricating strip) til að smyrja húðina betur í rakstrinum og til að auka þægindi.

Hér fyrir neðan getur þú séð Cartridge Razor sköfuna frá Chad Grooming:

Smooth Shaver Rakvél

 

Nú ættir þú að geta valið á milli! Sjáumst í bili 👊

P.s. Smelltu hér til að skoða vörurnar frá Chad Grooming

Aftur í blogg